Sveinn ráðinn verkefnastjóri hjá Samorku

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 13:43

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sveinn Helgason hefur verið ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs hjá Samorku, með starfsstöð í Brussel og einnig í Reykjavík.

Þessi nýja staða hjá samtökunum er liður í efla enn frekar samstarf þeirra við erlend systursamtök, vöktun á þróun Evrópureglna, hagsmunagæslu og upplýsingamiðlun á þessu sviði, segir í tilkynningu.

Mikilvægt vakta þó hröðu þróun sem eigi sér stað

löggjöf og regluverk sem mótar starfsumhverfi íslenskra orku- og veitufyrirtækja er stórum hluta upprunnin frá Evrópusambandinu og tekin upp hér á landi í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Það er því mikilvægt vakta vel þá hröðu þróun, skilja hana og miðla til okkar aðildarfyrirtækja, er haft eftir Finni Beck, framkvæmdastjóra Samorku.

Ísland hefur líka alla burði til styrkja styrkja stöðu sína sem leiðandi þjóð í grænni orkunýtingu og loftslagsmálum. Þá kemur sér vel hafa fulltrúa í Brussel til koma á framfæri okkar sjónarmiðum og leggja aðildarfyrirtækjum Samorku lið. Sveinn er þrautreyndur í upplýsingamiðlun, stjórnsýslu og alþjóðlegu samstarfi. Það er því fengur ráðingu hans, segir Finnur enn frmeur.

Sveinn var um árabil fréttamaður og þáttastjórnandi hjá RÚV og fjallaði þá töluvert umorkumál. Undanfarin ár hefur hann starfað við upplýsingamiðlun hjá fjölþjóðaliðum Atlantshafsbandalagsins í Lettlandi og Litháen og í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel, lengst af sem útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins. Sveinn var einnig sérfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu í þrjú og hálft ár og hafði þá m.a. málefni Landhelgisgæslunnar á sinni könnu.

Hann verður með vinnuaðstöðu á Norrænu orkuskrifstofunni í Brussel þar sem norræn systursamtök Samorku eru einnig til húsa.

Sveinn er með meistaragráðu í opinberri stefnumótun (Public Policy) frá George Mason háskólanum í Bandaríkjunum og með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Nafnalisti

  • Finnur Beckframkvæmdastjóri Samorku
  • George Mason
  • Public Policy
  • Sveinn Helgasonsérfræðingur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 296 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.