Viðskipti

Kirsu­berjatínsla félags­málaráðherra

Gunnar Úlfarsson

2025-03-18 10:16

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða bætur hækki framvegis hraðar en laun.

Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með. [i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir. [ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast. [iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram.

Þá segir ráðherra hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið.

Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum 17,9%. [1]

Samandregið hafa bætur hækkað um 43% raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er taka hér fram launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf þegar kjör bótaþega haldi í við laun.

Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst í stað þess taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu.

Ráðherra segir frumvarpið [tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess eiga sæti við borðið. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk.

Í greinargerðinni segir einnig atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga. Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur byrja hringja. Komi til þess atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til taka sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært.

Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði en raunin sýnir þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur betur færi á því stuðla aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið.

Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.

[i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar. Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf

[ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga. Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf

[iii] Hagstofa íslands (2024). Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/

Nafnalisti

  • Björn Leví Gunnarssonfulltrúi Pírata
  • Inga Sælandformaður
  • Vilhjálmur Árnasonþingmaður Sjálfstæðisflokksins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 739 eindir í 46 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 34 málsgreinar eða 73,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.