Léku golf og ræddu viðskipti með ísbrjóta

Ritstjórn mbl.is

2025-03-30 20:33

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Alexander Stubb Finnlandsforseti heimsótti Donald Trump, starfsbróður sinn vestan Atlantshafsins, í gær.

Þeir Trump og Stubbs snæddu saman bæði dögurð og hádegisverð og tóku þátt í golfmóti á Trump International golfvellinum í Palm Beach í Flórída og áttu samtal um styrkja tvíhliða samstarf ríkjanna.

Donald Trump sagði frá heimsókninni á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Þar sagði hann þeir starfsbræðurnir hlökkuðu til styrkja samstarf ríkjanna sem fæli meðal annars í sér viðskipti með fjölmarga ísbrjóta en Finnar eru leiðandi framleiðendur ísbrjóta í heiminum.

Ræddu Úkraínu stuttu eftir fund með Selenskí

Trump og Stubbs ræddu einnig utanríkismál og þar á meðal málefni Úkraínu en Volodimír Selenskí fundaði með Stubb í Helsinki í síðustu viku.

Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham hrósaði golfhæfileikum Stubbs í færslu á X en Graham tók einnig þátt í mótinu.

Stubbs lék golf á námsárum sínum við Furman háskólann í Suður-Karólínu.

Fyrir heimsókn sína hafði Stubb látið hafa eftir sér hann myndi vilja leika golf með Trump og ísbrjótar gætu hjálpað Finnlandi viðhalda góðum tengslum við Bandaríkin og Trump forseta.

Nafnalisti

  • Alexander Stubb Finnlandsforseti
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Lindsey Grahamöldungadeildarþingmaður
  • Palm BeachBeckhamfjölskylda
  • SelenskíÚkraínuforseti
  • Truth Socialsamfélagsmiðill
  • Volodimír Selenskíforseti Úkraínu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 176 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 55,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.