Íþróttir

Uppselt á landsleikinn — rétt yfir 1.000 manns á vellinum

Jóhann Páll Ástvaldsson

2025-04-04 10:52

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Uppselt er á leik Íslands og Noregs í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Um tíma var tvísýnt hvort svo yrði þrátt fyrir einungis rétt rúmlega 1.000 miðar væru í boði.

Leikið er á Þróttarvelli í Laugardal þar sem unnið er endurbótum á Laugardalsvelli. Vonast er til þess hann verði leikfær 3. júní þegar Ísland mætir Frökkum í síðasta heimaleik sínum í Þjóðadeildinni.

Áhorfendatölur á heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2024:

1.152 manns. ÍslandPólland. Leikið á Kópavogsvelli 5. apríl 2024.

2.067 manns. ÍslandAusturríki. Leikið á Laugardalsvelli 4. júní 2024.

5.243 manns. ÍslandÞýskaland. Leikið á Laugardalsvelli 12. júlí 2024.

IMAGO

Skandall í gær

Ekki var búið selja alla þá miða sem í boði voru í gær og tóku Ingibjörg Sigurðardóttir fyrirliði og Þorsteinn Halldórsson þjálfari sterkt til roða.

Það eru vonbrigði. Þetta er lítill völlur, lítil stúka, og við eigum selja upp á þennan leik á 5 mínútum, finnst mér. En þetta er bara staðan og við þurfum sjá hvað við getum gert til fólk til vilja koma á völlinn og svo þarf fólk vera tilbúið til styðja okkur, sagði Ingibjörg.

Ísland fagnar sæti á EM með sigri á Þýskalandi á Laugardalsvelli. Mummi Lú

Auðvitað velur fólk hvað það gerir og allt það. Ég lít samt á það sem mikil vonbrigði, það eru ekki það mörg sæti hérna á vellinum, mér finnst það eiginlega skandall það ekki orðið uppselt, sagði Þorsteinn.

RÚV sýnir leikinn beint kl. 16:45 í dag. Ísland er með eitt stig eftir tvo leiki en Noregur er með þrjú stig.

Seinni leikur þessa landsliðsglugga er gegn Sviss og er þriðjudaginn 8. apríl klukkan 16:45. Enn eru miðar í boði á þann leik.

Miða nálgast hér.

Nafnalisti

  • Ingibjörg Sigurðardóttirlandsliðskona
  • Mummi Lúljósmyndari
  • Þorsteinn Halldórssonlandsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 317 eindir í 29 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 29 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.