Viðskipti

Reykjavíkurborg eykur hlut sinn í malbikunarstöð sem verið hefur umdeild

Jakob Snævar Ólafsson

2025-03-07 20:16

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Borgarráð hefur samþykkt Reykjavíkurborg auki hlut sinn í Malbikunarstöðinni Höfða hf. með því kaupa hluti Faxaflóahafna og Orkuveita Reykjavíkur í fyrirtækinu. Malbikunarstöðin varð uppvís því bæði á árunum 2023 og 2024 taka á móti mengandi úrgangi á starfsstöð sinni á Sævarhöfða í Reykjavík án þess hafa til þess tilskilin leyfi.

Um Malbikunarstöðina Höfða segir á vef Reykjavíkurborgar hún í eigu borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf. en við stofnun fyrirtækisins á árinu 1996 hafi tvö borgarfyrirtæki, Malbikunarstöð- og Grjótnám Reykjavíkurborgar, sameinast í eitt hlutafélag og hafi markmiðið verið sameina stofnsetta aðferðafræði fyrirtækisins og nýjar áherslur í vegavinnu. Malbikunarstöðin Höfði reki grjótmulningsstöð og tvær malbikunarstöðvar, leggi út malbik og annist hálkueyðingu og snjómokstur. Fulltrúar Reykjavíkuborgar í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða séu borgarfulltrúarnir Sabine Leskopf og Marta Guðjónsdóttir.

Á vef Höfða er þó eingöngu minnst á félagið reki eina malbikunarstöð. Upphaflega var öll starfsemi fyrirtækisins á Sævarhöfða í Reykjavík en 2021 hófst flutningur á malbikunarstöðinni til Hafnarfjarðar.

Í upphafi árs 2022 tilkynnti þáverandi meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur fyrirtækið yrði flutt til Hafnarfjarðar til rýma fyrir íbúðabyggð á Sævarhöfða.

Þáverandi formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, greindi frá því við sama tækifæri í samtali við Vísi skoðað yrði selja allt hlutafé í fyrirtækinu og sjálf teldi hún borgin ætti ekki eiga fyrirtæki sem stæði í starfsemi af þessu tagi sem væri á samkeppnismarkaði. Ekkert varð þó af því borgin seldi hlut sinn í Malbikunarstöðinni Höfða.

Úrgangur án leyfis

Í nóvember 2023 og apríl 2024 vöktu Samtök iðnaðarins athygli á fréttum Morgunblaðsins af því Malbikunarstöðin Höfði geymdi mengaðan jarðveg á lóð fyrirtækisins á Sævarhöfða án þess hafa til þess tilskilin leyfi frá Umhverfisstofnun eða Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Í fréttunum í nóvember 2023 kom fram Reykjavíkurborg hafi fallið frá áformum um setja upp losunaraðstöðu fyrir mengaðan jarðveg á svæðinu.

Á vef borgarinnar er enn finna auglýsingu frá Heilbrigðiseftirlitinu um tillögu starfsleyfi fyrir Malbikunarstöðina Höfða þar sem var lagt til heimilt yrði taka á móti og geyma allt 25.000 tonn af úrgangi á Sævarhöfða á gildistíma leyfisins. Umsagnarfrestur var frá 7. nóvember til 6. desember 2023. Gildistími leyfisins átti vera til 1. janúar 2025.

Ekkert var þó af því Malbikunarstöðin fengi slíkt leyfi og ekkert skráð starfsleyfi er á stöðina hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur en í gildi er starfsleyfi fyrir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar sem veitir því leyfi til taka á móti úrgangi á umræddri lóð á Sævarhöfða. Sótt var um leyfið í mars 2024 og tók það gildi 23. apríl og gildir til 23. apríl 2027. Tíu dögum áður en leyfið tók gildi ítrekuðu Samtök Iðnaðarins kvartanir sínar yfir Malbikunarstöðin Höfði væri enn taka á móti úrgangi á Sævarhöfða án leyfa en í fréttum Morgunblaðsins kom fram umsókn þess um slíkt leyfi hafi verið hafnað. Ekkert var minnst hins vegar á tillaga starfsleyfi til handa borginni sjálfri fyrir þessa starfsemi hafði þá þegar verið auglýst.

Meiri kaup

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lagði til á fundi borgarráðs í gær borgin myndi kaupa hluti Orkuveitu Reykjavíkur annars vegar og Faxaflóahafna hins vegar í Malbikunarstöðinni Höfða og gera kaupsamninga þess efnis við bæði félögin.

Í greinargerð með tillögunni kom fram á hluthafafundi Aflvaka hf., sem eins og áður kom fram var annar eiganda malbikunarstöðvarinnar ásamt borgarsjóði, sem haldinn var þann 12. febrúar síðastliðinn hafi hluthafar samþykkt meðal annars breyta félagaformi félagsins í einkahlutafélag, félaginu yrði slitið og eignarhlutum sem Aflvaki eigi í Malbikunarstöðinni Höfða yrði skipt á milli hluthafa í samræmi við eignarhlut þeirra í Aflvaka. Hluthafar Aflvaka séu Reykjavíkurborg (54,5 prósent), Orkuveita Reykjavíkur (37,9 prósent) og Faxaflóahafnir (7,6 prósent). Í samþykkt tillögu hluthafafundarins felist Orkuveita Reykjavíkur fari með um 0,38 prósent og Faxaflóahafnir um 0,08 prósent hlut í Malbikunarstöðinni Höfða.

Samkvæmt greinargerðinni eru í samþykktum Malbikunarstöðvarinnar Höfða engar hömlur á meðferð hlutabréfa í félaginu og hluthöfum heimilt selja þau og veðsetja án afskipta félagsins. Orkuveita Reykjavíkur hafi óskað eftir Reykjavíkurborg kaupi hlut hennar í Malbikunarstöðinni. Af hálfu Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið lagt til kaupverð hlutanna verði 5.000.000 króna. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar hafi lagt mat á verðið og geri ekki athugasemdir við það. Reykjavíkurborg hafi kynnt Faxaflóahöfnum ósk Orkuveitu Reykjavíkur um gerð kaupsamnings og það verð sem Orkuveita Reykjavíkur lagði til. Hafi Faxaflóahafnir óskað eftir því Reykjavíkurborg kaupi hlut félagsins í Malbikunarstöðnni Höfða hf. Kaupverð hluta Faxaflóahafna miðað við sömu verðforsendur og hjá Orkuveitu Reykjavíkur séu 1.052.632 krónur.

Tillagan var eins og áður segir samþykkt og því mun borgin greiða um 6.000.000 króna fyrir aukinn hlut í Malbikunarstöðinni Höfða sem fyrir þremur árum stóð til mögulega selja. Í greinargerðinni eru ekki færð rök fyrir nauðsyn á eignarhaldi borgarinnar á fyrirtækinu.

Nafnalisti

  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Malbikunarstöðin Höfðisjálfstætt fyrirtæki í eigu borgarinnar og með sjálfstæða stjórn
  • Marta Guðjónsdóttirborgarfulltrúi
  • Orkuveita ReykjavíkurOR
  • Sabine Leskopfborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttirfráfarandi formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 783 eindir í 34 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 32 málsgreinar eða 94,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,81.