Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Ágúst Borgþór Sverrisson
2025-04-04 10:30
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Héraðssaksóknari ákærði þá Gísla Rúnar Sævarsson og Eirík Hilmarsson fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækisins PURUS sem núna er gjaldþrota og afskráð.
Þeim var, sem daglegum stjórnendum PURUS, gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins fyrir tímabilin mars-apríl 2019 og september-október 2020 og látið undir höfuð leggjast að greiða virðisaukaskatt upp á samtals rétt rúmlega 40 milljónir króna.
Í annan stað voru þeir ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir ágúst árið 2019 og janúar árið 2020 og nema þessar upphæðir rúmlega 28 milljónum hjá hvorum fyrir sig.
Réttað var í málinu í Héraðsdómi Reykjaness og voru báðir fundnir sekir. Gísli var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða tæplega 70 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs.
Eiríkur var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og einnig til að greiða tæplega 70 milljónir í sekt.
Dóminn má sjá hér.
Árið 2020 var Gísli Rúnar sakfelldur fyrir skattalagabrot í rekstri á öðru fyrirtæki. Þau brot voru framin á árunum 2016 til 2018 en umrætt félag varð síðan gjaldþrota. Gísli Rúnar var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 107,4 milljónir króna.
Nafnalisti
- Eiríkur Hilmarssonframkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands
- Gísli Rúnar Sævarsson
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 191 eind í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
- Margræðnistuðull var 1,91.