SUS svarar engu um hegðun Hermanns Nökkva - Kýldi samflokksmann á djamminu -
Ritstjórn Mannlífs
2025-03-07 09:47
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Eins og greint var frá í vikunni komu upp blóðug átök um síðustu helgi milli Hermanns Nökkva Gunnarssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, og Þorleifs Ingólfssonar en báðir mennirnir eru skráðir Sjálfstæðismenn og tóku þátt í landsfundi flokksins sem fór fram sömu helgi.
Samkvæmt frétt Vísis var Þorleifur að tala „fjálglega“ um samskipti Hermanns og Guðrúnar Hafsteinsdóttur en Hermann studdi hana vel og mikið í formannsbaráttunni. Það kunni Hermann ekki að meta og kýldi Þorleif. Í viðtali við Vísi sagði Þorleifur að ekki væri um stórmál að ræða og þeir hafi skálað í bjór síðar.
En ásamt því að vera blaðamaður Morgunblaðsins er Hermann einnig framkvæmdastjóri Sambands ungra Sjálfstæðismanna.
Mannlíf hefur sent ítrekaðar fyrirspurnir á SUS til að spyrjast fyrir um hvort félagið myndi með einhverjum hætti bregðast við málinu en þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað.
Nafnalisti
- Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
- Hermann Nökkvi Gunnarssonformaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja
- Þorleif
- Þorleifur Ingólfsson
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 140 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,51.