Veður

Víða blautt í dag

Brynjólfur Þór Guðmundsson

2025-03-25 07:26

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Veðurstofan spáir suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu og víða skúrum í dag. Á Norður- og Austurlandi verður bjart með köflum. Snýst í sunnan þrjá til tíu og súld syðst í kvöld en suðaustan átta til þrettán og rigningu sunnan- og vestantil í nótt. Hiti verður á bilinu tvö til níu stig, hlýjast austast.

Á morgun gengur í austan og norðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu með rigningu eða slyddu norðantil á morgun, en síðar snjókomu, hvassast norðvestantil, en suðlæg átt, fimm til þrettán, og rigning öðru hvoru syðra. Snýst í vestan þrettán til átján syðst seint annað kvöld og hvessir á Vestfjörðum. Hægt kólnandi veður.

Rigning í miðbæ Reykjavíkur. RÚV/Ragnar Visage

Nafnalisti

  • Ragnar Visageljósmyndari RÚV

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 120 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 77,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.