Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins

Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir

2025-03-25 07:03

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Afríska máltækið Það þarf þorp til ala upp barn hefur á síðustu áratugum rutt sér til rúms í vestrænni umræðu um uppeldi og samfélagsábyrgð. Máltækið varpar ljósi á það hvernig samfélagið ber ábyrgð á velferð barnaekki bara foreldrarnir sjálfir.

Afsögn ráðherra mennta- og barnamála í síðustu viku vegna sambands hennar við unglingsdreng innan trúarsafnaðar vekur upp áhugaverða umræðu um tálmun og foreldraútilokun. Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Eiríkur Ásmundsson eignuðust dreng þegar hún var 22 ára og hann 16 ára. Fram hefur komið Eiríki stóð einungis til boða hitta barnið í tvær klukkustundir í mánuði eftir Ásthildur Lóa hóf samband við núverandi mann sinn þegar drengurinn var ársgamall.

Foreldraútilokun og fræðileg samsvörun

Í þessari grein er ekki fullyrt foreldraútilokun hafi átt sér stað í máli Ásthildar Lóu, enda þarf skoða slík mál í ljósi aðstæðna hverju sinni og ekki með sömu gleraugum og fyrir 36 árum. Tíðarandinn og sýn á foreldrahlutverkið hafa tekið verulegum breytingumþó meðvitund um mikilvægi jafnræðis í foreldrasamvinnu eftir skilnað hafi vissulega verið til staðar þá. Í dag ríkir aukinn skilningur á því hversu skaðlegt það getur verið fyrir barn missa tengsl við annað foreldri, og því er mikilvægt nálgast þessi mál með þekkingu og varkárni, í samræmi við nýjustu rannsóknir og án dómhörku. Í máli Ásthildar Lóu hefur komið fram faðirinn hafi aldrei verið virkur í lífi barnsins, en engu að síður greina ákveðna samsvörun við fræðileg einkenni foreldraútilokunar í þeim upplýsingum sem fram hafa komið opinberlegabæði frá Ásthildi sjálfri og syni hennar.

Áhrif nýrra maka á útilokun

Rannsóknir hafa bent til þess tálmun og foreldraútilokun geti aukist þegar foreldri byrjar í nýju sambandi (Baker, 2007; Warshak, 2010; Kelly & Johnston, 2001). Með tilkomu nýs maka getur vaknað ótti, afbrýðisemi eða tilfinning um missa stjórn eða áhrif gagnvart hinu foreldrinu. Slíkt mynstur er vel þekkt í fræðunum og getur átt sér stað bæði meðvitað og ómeðvitað.

Ásthildur viðurkenndi í viðtali í Kastljósi RÚV mannlegar aðstæður hefðu spilað inn á þessum tíma og í dag hefði hún höndlað aðstæðurnar allt öðruvísi. Ásthildur segist ekki hafa brotið á barnsföður sínum og tálmunin hafi ekki verið ástæðulausu. Hann hafi ekki sýnt frumkvæði umgengni við son þeirra.

Svart-hvítt mynstur og rangar ásakanir

Eitt þekktasta einkenni foreldraútilokunar er svart-hvítt mynstur þar sem annað foreldrið er teiknað upp sem nær gallalaust, á meðan hitt er sýnt sem ófært eða skaðlegt foreldri. Þetta mynstur er til staðar í flestum málum þar sem foreldri er ýtt út úr lífi barns án raunverulegrar ástæðu. Foreldrið sem beitir útilokun er oft blint fyrir eigin göllum, en enginn er fullkominn. Flestir foreldrar bera með sér bæði kosti og galla. Foreldri sem kallast í fræðunum nægilega hæft foreldri gegnir ómetanlegu hlutverki í lífi barnsins og í tengslakerfi þess.

hins vegar staðfest ofbeldi, vanræksla eða misnotkun til staðar fellur það ekki undir skilgreiningu foreldraútilokunar. Þó hafa rannsóknir sýnt í útilokunarmálum eru falskar eða ósannar ásakanir um slíka hegðun algengar (Clawar & Rivlin, 1991; Bala et al. , 2001; Harman et al. , 2018). Slíkar ásakanir eru stundum settar fram undir yfirskini verndar, en hafa í raun í för með sér langvarandi skaðabæði fyrir barnið og hið útilokaða foreldri. Því er mikilvægt fagfólk sem kemur slíkum málum hafi sérþekkingu á foreldraútilokun, til greina raunverulegar ástæður frá órökstuddum eða röngum ásökunum.

Rannsóknir benda einnig til þess kerfið taki gjarnan undir ásakanir útilokandi foreldris án þess rannsaka málið nægilega (Harman, Kruk & Hines, 2018). Þetta getur leitt til þess hið útilokaða foreldri missir aðgang rétti sínum og skyldum gagnvart barninu.

Eðlilegt foreldri getur gert mistök án þess það slæmt foreldri. það nægilega gott foreldri, á það áfram skilið mikilvægan sess í lífi barnsins.

Vilji föður og ferli innan kerfis

Í viðtali í Kastljósi kom fram Ásthildi hafi komið á óvart kröfu frá dómsmálaráðuneytinu um umgengni aðra hvora helgi, þar sem Eiríkur hefði einungis haft umgengni við barnið tvisvar áður innan þeirra marka sem hún setti. Hún lagði áherslu á ábyrgðin á þessum skorti á umgengni væri hjá barnsföðurnum hefði hún fengið eðlilegt símtal þar sem hann lýsti vilja til hitta barnið, hefði staðan mögulega verið önnur. Hún sagðist hins vegar ekki hafa treyst honum og ekki vitað hvar hann bjó, og því hafi hún ekki talið það koma til greina senda tveggja ára barn til manns sem það þekkti ekki. Ákvörðun sína hafi hún tekið með hag barnsins í huga.

Amy J. L. Baker hefur rannsakað aðferðir foreldra sem beita útilokun og lýsir því þeir setji oft óraunhæfar kröfur á hitt foreldrið sem eigi sanna verðleika sína. Það þurfi sanna ást og staðfestu eða grátbiðja um umgengni. Þetta er hluti af stjórnun, þar sem útilokandi foreldri heldur barninu frá hinu foreldrinu og réttlætir útilokunina með því segja ef hann/hún hefði virkilega viljað vera með barninu, hefði hann/hún reynt meira.

Eiríkur fór í gegnum formlegt ferli innan kerfisins til umgengni við son sinn, sem endaði með kröfu frá dómsmálaráðuneytinu um umgengni aðra hvora helgi. niðurstaða gefur vísbendingu um skýran vilja föðurins til mynda tengsl og eiga samvistir við barnið sitt.

Það er þó þekkt úr rannsóknum og reynslu foreldra útilokaðir foreldrar verða oft fyrir tortryggni innan kerfisins. Margir upplifa langvarandi útilokun, skort á stuðningi, takmarkaðan skilning og endurtekið mótlæti. Við slíkar aðstæður getur sjálfsmynd foreldranna veikst, og sumir fara efast um eigið gildi í lífi barnsins. Þegar þeim er stöðugt gefið í skyn þeir séu gallaðir eða jafnvel hættulegir fyrir barnið, geta þeir með tímanum farið trúa því sjálfir.

Sonur Ásthildar og Eiríks, Þór Símon Hafþórsson, lýsti yfir stuðningi við móður sína á samfélagsmiðlum. Hann sagði meðal annars fullyrðingar um tálmun væru í besta falli hlægilegar.

Sjálfvirkur stuðningur við útilokandi foreldri

Börn-þar á meðal uppkomin börn-sem hafa verið undir áhrifum útilokandi foreldris, sýna gjarnan sjálfvirkan og skilyrðislausan stuðning við það foreldri. Amy J. L. Baker rannsakaði reynslu 40 uppkominna einstaklinga sem höfðu hafnað öðru foreldrinu vegna foreldraútilokunar. Margir þeirra áttuðu sig á fullorðinsárum á þeirri stjórnsemi sem þeir urðu fyrir í æsku, sem hafði mótað afstöðu þeirra gagnvart hinu foreldrinu. Þeir greindu frá því viðhorfi þeirra hefði verið stýrtmeðvitað eða ómeðvitaðog flest þeirra lýstu því þau hefðu í kjölfarið reynt endurbyggja tengslin við útilokaða foreldrið.

Fram hefur komið meint tálmun hafi hafist þegar Þór Símon var um eins árs gamall. Þegar krafa dómsmálaráðuneytisins um umgengni barst hafi hann verið orðinn tveggja ára. Þótt Þór hafni því í hans tilfelli hafi verið um tálmun ræða er mikilvægt skoða hvernig minningar og viðhorf barna mótast fyrstu ár ævinnar.

Minningar og mótanleiki barna

Rannsóknir hafa sýnt það er líffræðilega ómögulegt fyrir fullorðna og eldri börn muna sjálfstætt atburði sem áttu sér stað á fyrstu 23 árum ævinnar. Á þessum aldri hafa lykilsvæði heilans, svo sem drekinn (hippocampus) og framheilinn, ekki náð nægilegum þroska til mynda og varðveita varanlegt langtímaminni. Þetta fyrirbæri er þekkt sem ungbarnaóminni (infantile amnesia).

Réttargeðlæknirinn Julia Shaw hefur einnig fjallað um hvernig minningar barna geta verið mótanlegar. Hún bendir á utanaðkomandi áhrifs.s. vísbendingar, leiðandi spurningar eða endurtekinn orðrómurgeti haft áhrif á minnismyndir og jafnvel leitt til myndunar falskra minninga. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir slíkum áhrifum vegna þroskastigs síns og þrá samþykki og leiðsögn fullorðinna.

Foreldraútilokun sem lýðheilsuvandamál

Fyrir börn sem missa tengsl við foreldri vegna foreldraútilokunar geta afleiðingarnar verið mjög alvarlegar, þó þær komi oft ekki fram fyrr en mörgum árum eða áratugum eftir skilnað. Rannsóknir sýna langvinn eitruð streita og mótlæti í æsku geta haft víðtæk áhrif á andlega og líkamlega heilsu s.s. skert sjálfstraust, erfiðleikum í tengslamyndun, fíknihegðun, áfallastreituröskun og tilteknum langvinnum sjúkdómum.

Fræðimenn á borð við Vezzetti (2016) og Saftic (2022) hafa bent á þessar afleiðingar foreldraútilokunar feli í sér alvarlegt lýðheilsuvandamál og geti haft verulegan kostnað í för með sér fyrir heilbrigðiskerfi og samfélög almennt.

Í yfirlýsingu Þórs Símonar kom fram hann teldi móður sína ekki bera ábyrgð á tengslaleysi hans við föður sinn, hvorki á barnsaldri á fullorðinsárum.

Sjálfstæðishugsun og nafnabreyting

Einn af átta einkennandi þáttum foreldraútilokunar er svokallaður sjálfstæðishugsunarferill barnsins (independent thinker phenomenon). Þá heldur barnið því fram það hafi sjálft mótað þá neikvæðu afstöðu sem það hefur til útilokaðs foreldrisán utanaðkomandi áhrifa. Rannsóknir sýna þó þessi afstaða er oft afleiðing beinna eða óbeinna áhrifa útilokandi foreldris. Þetta gerir útilokunina erfiðari í greiningu, þar sem hún birtist sem sjálfsprottin afstaða barnsins, en er í raun afleiðing sálrænna og félagslegra þátta.

Nafnabreyting barna er þekkt fyrirbæri í tengslum við foreldraútilokun og telst ein af þeim 17 aðferðum sem útilokandi foreldri getur beitt til raska tengslum barns við líffræðilegt foreldri. Slíkar breytingar geta haft djúpstæð táknræn áhrif á sjálfsmynd barnsins.

Þór Símon hefur lýst því hann hafi eignast stjúpföður sinn, Hafþór Ólafsson, þegar hann var eins árs gamall og telur hann sinn sanna föður. Í yfirlýsingu segir hann: Ef einhver spyr mig hver pabbi minn er, þá er það hann og enginn annar. Ég gæti ekki hafa óskað mér betri pabba en hann. Hann bendir einnig á hann sjálfur, fjölskylda hans og líffræðilegur faðir hafi verið dregin inn í fjölmiðlastorm þar sem blóðfaðir hans ef svo orði komast, í hinu liðinu.

Í rannsókn Amy J. L. Baker (2007) lýstu uppkomin börn sem höfðu tekið upp nafn stjúpforeldris, og litið á það foreldri sem sitt aðalforeldri, oft djúpri eftirsjá þegar þau áttuðu sig á því ákvörðunin var tekin undir þrýstingiekki sem afleiðing eigin vilja. Þau töldu nafnabreytinguna táknræna höfnun á líffræðilega foreldrinu. Í frásögnum þeirra kom fram sektarkennd, ruglingur um sjálfsmynd og tilfinning um hafa verið undir andlegri stjórnun.

Samkvæmt frásögn Þórs hefur hann ekki átt í samskiptum við föður sinn, Eirík, í fimmtán ár. Þeir hafi átt stutt samskipti eftir tilviljanakenndan fund og í kjölfarið hist formlega. Eiríkur hafi einnig veitt honum fjárhagslegan stuðning meðan hann stundaði nám erlendis. Síðustu samskipti þeirra hafi verið þegar Þór þakkaði fyrir þann stuðning.

Fræðsla, sjálfsskoðun og umburðarlyndi

Ásakanir og dómharka um liðna atburði færa okkur ekki nær betri framtíðarmöguleikum skilnaðarbarna sem lenda í útilokun. Mikilvægt er auka fræðslu og efla skilning í samfélaginu öllu. Uppkomin börn sem hafa alist upp við útilokunarmynstur þurfa stuðning og fræðslu til rjúfa vítahring kynslóðayfirfærslu (Woodall, 2021).

Við verðum einnig rækta umburðarlyndi gagnvart þeim foreldrum sem hafa beitt útilokandi hegðun en sýna hugrekki með því viðurkenna hana. Eflaust var annar tíðarandi þá. Þeir foreldrar gætu litið um öxl og sagt: Ég ekki heildarmyndina. Ég hélt ég væri vernda barnið mitt, en kannski beitti ég útilokunviljandi eða óviljandi. Slík sjálfsskoðun er ekki merki um veikleika, heldur hugrekki. Þessir foreldrar þurfa einnig stuðning til skilja hvernig og hvers vegna þessi hegðun átti sér stað.

Börn tapa alltaf á því missa foreldri út úr lífi sínu sem var nægilega hæftog ekkert foreldri á missa tengsl við barn sitt vegna ósannra eða ýktra ásakana. Foreldraútilokun á ekki heima í samfélagi sem setur velferð barna í öndvegiog eitt mikilvægasta hlutverk barnamálaráðherra er stuðla slíku samfélagi.

Það er kominn tími til þorpið taki höndum saman og uppræti hið hljóða samþykki sem nærsamfélagið vetir gjarnan í tálmunar- og foreldraútilokunarmálum.

Í þögninni þrífst ofbeldiog meðvirkni gerir okkur öll ábyrg.

Höfundur er stjórnarmaður í Foreldrajafnrétti.

Heimildir

Baker, A. J. L. (2007)

Adult Children of Parental Alienation Syndrome: Breaking the Ties That Bind.

Útgefandi: W. W. Norton & Company.

Bala, N., Mitnick, M., Trocmé, N., & Houston, C. (2001)

Sexual abuse allegations and parental separation: Smokescreen or fire?

Útgefandi: Journal of Family Studies, 7 (1), 1-27.

Bauer, P. J. (2007)

Remembering the times of our lives: Memory in infancy and beyond.

Útgefandi: Lawrence Erlbaum Associates.

Blotcky, A. D. (2022).

Avoiding the pitfalls of false assumptions in parental alienation cases.

Útgefandi: Psychiatric Times.

Clawar, S. S., & Rivlin, B. V. (1991)

Children held hostage: Dealing with programmed and brainwashed children. Chicago, IL

Útgefandi: American Bar Association, Section of Family Law.

Harman, J. J., Kruk, E., & Hines, D. A. (2018)

Parental alienation: The development of a model.

Útgefandi: Child Abuse & Neglect, 81, 1-11.

Kelly, J. B., & Johnston, J. R. (2001)

The Alienated Child: A Reformulation of Parental Alienation Syndrome.

Útgefandi: Family Court Review, 39 (3), 249-266.

Saftic, V. (2022)

How to protect children from parental alienation and toxic stress

Útgefandi: Foreldrajafnrétti

Shaw, J. (2016)

The memory illusion: Remembering, forgetting, and the science of false memory. Útgefandi: Transworld Publishers.

Vezzetti, V. C. (2016)

New approaches to divorce with children: A problem of public health.

Útgefandi: Health Psychology Open, 3 (2), 2055102916678105.

Warshak, R. A. (2010)

Family Bridges: Using insights from social science to reconnect parents and alienated children.

Útgefandi: Family Court Review, 48 (1), 48-80.

Woodall, K. (2021, June 13). Alienation of children in divorce and separation: A legacy of transgenerational trauma.

Nafnalisti

  • A Reformulation of Parental Alienation Syndrome
  • Adult Children of Parental Alienation Syndrome
  • Alienation of
  • American Bar Association
  • Amyheimildarmynd
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Avoiding the
  • Bakernorma
  • Baueráður herráðsforingi
  • Breaking the Ties That Bind
  • Child Abuse
  • Childrenlag
  • Eiríkur Ásmundsson
  • Family Bridges
  • Family Court Review
  • Hafþór Ólafssonsöluráðgjafi hjá Exton eh
  • Harmanbandarískt netbúnaðarfyrirtæki
  • Health Psychology Open
  • Howeinleikur
  • Johnstonfyrrum leikmaður skoska landsliðsins og West Bromwich Albion
  • Journal of Family Studies
  • Julia Shawafbrotasálfræðingur
  • Junenefnilega hamskiptir
  • Kellysér ekkert að smá bump n grind
  • Lawrence Erlbaum Associates
  • Memory in
  • Mitnickfyrsta manneskjan til að vera handtekinn vegna þessa
  • Newtímarit
  • Nortoníslenskur hestur
  • Psychiatric Times
  • Remembering the
  • Section of Family Law
  • The Alienated Child
  • Transworld Publishers
  • Þór Símon Hafþórsson

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 2439 eindir í 139 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 94 málsgreinar eða 67,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.