Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann
Sólrún Dögg Jósefsdóttir
2025-03-29 10:32
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Alþingismenn og áhrifavaldar tóku þátt í kærleikshringjum í Iðnó með það að markmiði að eiga samtal um samfélagið og hvað sé hægt að gera til að auka samkennd og hafa áhrif til góðs. Verkefninu var ýtt úr vör í kjölfar andláts Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínun eftir stunguárás á menningarnótt í fyrra.
„Kærleikshringurer einlægt hópsamtal sem fer fram án síma og annars utanaðkomandi áreitis. Hverjum þátttakanda er gefið rými til að tjá sig og aðrir þátttakendur hlusta með athygli og virðingu. Leiðbeinandi opnar samtalið og heldur síðan vel utan um rýmið og hópinn,“ segir í fréttatilkynningu.
Frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands kallaði saman fyrsta kærleikshringinn í byrjun september 2024, skömmu eftir hnífaárásina á menningarnótt. Í fyrsta kærleikshringnum komu saman 30 einstaklingar úr ólíkum áttum samfélagsins.
„Í því samtali var kalli föður Bryndísar Klöru svarað og hreyfingin Riddarar kærleikans varð til.“
Síðan þá hafi fjöldi kærleikshringja verið haldinn í skólum landsins, á Bessastöðum með körlum á ýmsum aldri og nú í Iðnó með alþingismönnum annars vegar og áhrifavöldum hins vegar.
„Umræðuefni allra þessara samtala hefur verið samfélagið sem við búum í, andleg heilsa ungs fólks og hvernig við getum sýnt kærleik í verki.“
Nafnalisti
- Bryndís Klara
- Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 207 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,54.