Barnsfaðir Ásthildar Lóu: „Alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu“
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
2025-03-21 14:09
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Eiríkur Ásmundsson, barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, er ekki mótfallinn umræðu sem farið hefur af stað um stöðu hennar sem ráðherra.
Þetta áréttar hann í samtali við fréttastofu, en Vísir hafði greint frá því að málið væri komið upp í óþökk Eiríks.
„Þessi ummæli gefa ekki rétta mynd af því hvað mér finnst um að málið sé komið í opinberar umræður. Það sem ég var að útskýra snerist um þá staðreynd að ég var ekki með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra og það var ekki með minni vitund,“ segir Eiríkur.
„Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt.“
Eiríkur greindi fréttastofu frá því í gær að hann hefði aldrei litið á sig sem fórnarlamb í þessum aðstæðum, en að hann hafi verið á erfiðum stað í lífinu þegar hann leitaði í trúarsöfnuðinn Trú og Líf þar sem hann kynntist Ásthildi.
Nafnalisti
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Eiríkur Ásmundsson
- Lífekki dans á rósum
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 197 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,65.