Sæki samantekt...
Fjórða kynslóð Mitsubishi Outlander er komin á markað en hann hefur verið einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslandssögunnar. Hekla kynnir þennan nýja Mitsubishi Outlander tengiltvinnbíl í höfuðstöðvum sínum á Laugavegi, dagana 31. mars–5. apríl.
Breytingarnar sem hafa verið gerðar á þessum Outlander eru að stórum hluta tæknilegs eðlis og snúa að meiri sparneytni og afkastagetu.
Bíllinn er búinn nýju og endurbættu drifkerfi sem býður upp á meiri drægni á rafmagni, kraftmikla hröðun og aukna mýkt í akstri sem veitir enn hljóðlátari og þægilegri akstursupplifun.
Sjá einnig]] Nýr Outlander kynntur í Madríd
Drægni bílsins er allt að 86 km á hreinu rafmagni (skv. WLTP), meðaleldsneytiseyðsla er 0,8 l/100 km og losun koltvísýrings aðeins 18 g/km. Bíllinn býður upp á fjórhjóladrif með Super-All Wheel Control (S-AWC) kerfi, sem veitir gott grip og stöðugleika við allar aðstæður, hvort sem er í borgarakstri eða á krefjandi vegum landsins.
„Þessi fjórða kynslóð Mitsubishi Outlander markar nýtt tímabil fyrir einn vinsælasta tengiltvinnbílinn á Íslandi. Hann býður upp á betri aksturseiginleika, meiri þægindi og framúrskarandi fjórhjóladrif sem hentar íslenskum vegum fullkomlega. Það hefur nú þegar verið gríðarlegur áhugi og fjöldi fólks hefur lagt inn forpantanir. Það verður því mjög spennandi að frumsýna hann í vikunni,“ segir Hlynur Hjartarson, vörustjóri Mitsubishi á Íslandi.
Nýr Outlander kemur í tvenns konar útfærslum. Invite útgáfan er vel búin og kemur meðal annars með 18“ álfelgum, leðurlíkisinnréttingu, rafdrifnu ökumannssæti, stafrænu mælaborði og Yamaha premium 8 hátalara hljóðkerfi.
Instyle útgáfan er enn betur búin en það sem hún hefur m.a. umfram Invite er leðurinnrétting, 20“ álfelgur, Yamaha Ultimate 12 hátalara hljóðkerfi, rafdrifin panorama sóllúga og margt fleira.
Nafnalisti
- Heklahugbúnaðarkerfi
- Hlynur Hjartarsonvörumerkjastjóri MG á Íslandi í samtali við Fréttablaðið
- Mitsubishijapanskur bílaframleiðandi
- Mitsubishi Outlanderáfram mest seldi bíllinn til einstaklinga
- Super-All Wheel Control
- WLTPnýr mælistaðall
- Yamahajapanskur framleiðandi
- Yamaha Ultimate
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 288 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,60.