Eðlilegt að setja viðmið milli hæstu og lægstu launa borgarinnar
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
2025-03-08 17:04
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Forseti borgarstjórnar segir eðlilegt að setja viðmið milli hæstu og lægstu launa borgarinnar. Sjálf gefur hún fasta mánaðalega upphæð af sínum launum þar sem henni finnst þau há.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur verið formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2022. Laun fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa nær þrefaldast á tveimur árum.
„Það er ekkert leyndarmál að mér finnst laun kjörinna fulltrúa vera há og mér finnst þetta há upphæð. Mér finnst alveg eðlilegt að það fari fram umræða um þetta og persónulega er ég á þeirri skoðun að það væri eðlilegt að setja fram einhver viðmið um hvað teljist eðlilegur munur á milli hæstu og lægstu launa innan borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og forseti borgarstjórnar.
Endurskoðar upphæð sem hún gefur af launum
Hún segir að Heiða Björg verði að ákveða það sjálf hvort hún hætti sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga eða afþakki laun fyrir það starf.
„Ég veit hvað ég allavega geri svona varðandi mín launamál, þá gaf ég það út fyrst þegar ég hóf störf sem borgarfulltrúi, þá persónulega fannst mér launin há. Þannig að ég hef ákveðið að gefa fasta mánaðalegar upphæð, þannig að það er allavega það sem ég geri í þessari stöðu. Það hefur verið 100 þúsund en mér finnst eðlilegt að ég endurskoði það í ljósi breytina á launakjörum.“
Nafnalisti
- Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
- Magdalena Mörtudóttirborgarfulltrúi
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 233 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,66.