Stjórnmál

Gagnrýna skamman frest til að skila inn umsögn við frumvarp um hækkun veiðigjalda

Ástrós Signýjardóttir

2025-04-03 10:53

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ætla ekki skila inn umsögn um frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi innan þess tímaramma sem er veittur. Frestur til skila inn umsögn rennur út í dag.

Frumvarpið um hækkun veiðigjalda var kynnt af fjármálaráðherra og atvinnuvegaráðherra á blaðamannafundi í lok mars og hefur síðan þá legið í samráðsgátt stjórnvalda.

Í kynningu um frumvarpið segir þar mælt fyrir um breytingu á skráðu aflaverðmæti í tilteknum nytjastofnum við útreikning veiðigjalds, þannig það endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti og þar með réttlát auðlindagjöld fyrir aðgang auðlindinni.

SFS segja óforsvaranlegt hafa einungis fengið viku til umsagnar um svo veigamikið mál.

Ráðuneytið hafnaði framlengingu á umsagnarfresti

Í tilkynningu frá SFS segir samtökin hafi óskað eftir hóflegri framlengingu á fresti til skila inn umsögn um frumvarpið. Atvinnuvegaráðuneytið synjaði þeirri beiðni.

Í tilkynningunni er einnig gagnrýnt ráðuneytið hafi kosið svara ekki beiðni samtakanna um aðgang undirliggjandi grunngögnum og útreikningum sem frumvarpið byggist á.

Þá er bent á ráðuneytið hafi ekki lagt mat á möguleg áhrif frumvarpsins, verði það lögum. Fyrirætlanir um tengingu við afurðir í öðru landi eru sagðar þarfnast frekari skoðunar en í frumvarpinu er gert ráð fyrir miða aflaverðmæti uppsjávarafla við fiskmarkaði í Noregi.

mati samtakanna felst í því skattskylda mun hvíla á sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi vegna verðmæta sem þau hafa engan ráðstöfunarrétt yfir, það er afurðum á markaði í Noregi.

Í tilkynningunni segir SFS muni birta og afhenda ráðuneytinu umsögn viku liðinni, jafnvel fyrr, þó umsagnarfrestur verði liðinn.

Nafnalisti

  • SFSáður LÍÚ

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 278 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 76,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.